Your browser version is outdated. We recommend that you update your browser to the latest version.

Hundaræktunarfélagið Rex var stofnað 6.mars 2005 af litlum hópi áhugafólks um hunda og hundaræktun.

Í desember 2008 gengum við í svokallað norðurlandanet. Í því fellst samstarf við félög á norðurlöndum, svosem SHK í Svíþjóð og NHL í Noregi. Innan norðurlandanetsins er einnig RVÖ sem er staðsett í Austurríki. Samstarfið felur í sér aðstoð með sýningar og hundafimi, svo dæmi séu tekin.
Breyting varð á þessu samstarfi 16. febrúar 2014 þegar við fengum tilkynningu frá Svíþjóð að klofningur hafði orðið í SHK og búið væri að stofna nýtt félag, SRUK og hafði NHL í Noregi slitið samstarfi við SHK og farið í samstarf við SRUK.
Við ákváðum að slíta samstarfi við SHK og hefja samstarf við SRUK og halda áfram samstarfi við NHL.
Samstarfið felur í sér það sama og áður, aðstoð með sýningar og hundafimi, svo dæmi séu tekin
 
Markmiðið með stofnun Hundaræktunarfélagsins Rex var meðal annars að stofna félag þar sem allir félagsmenn sitji við sama borð og að jafnt gangi yfir alla. Þar sem félagsmenn geta komið skoðunum sínum á framfæri og þar með haft áhrif á þróun félagsins.

 

Hundaræktunarfélagið Rex heldur alþjóðlegar sýningar á hverju ári. Geta eingöngu hundar með ættbók frá Hundaræktunarfélaginu Rex tekið þátt að undanskildum ættbókarlausir hundar og blendingar sem keppa þá í flokki heimilishunda sem nýtur gífurlegra vinsælda.
Einnig heldur félagið fyrirlestra og fundi fyrir félagsmenn sína og hefur félagið staðið fyrir tegundarkynningum á Blómstrandi dögum í Hveragerði síðastliðin ár. 

Hundaræktunarfélagið Rex skráir hreinræktaða hunda í ættbók. Félagið beitir sér fyrir góðri meðferð og aðbúnaði hunda. Einnig stuðlar félagið að bættum samskiptum hundaeiganda og stjórnvalda.

Samkvæmt 5.grein reglna félagsins geta allir orðið félagsmenn sem áhuga hafa á hundum og hundamenningu, svo framalega að þeir gerist ekki sekir um að brjóta lög félagsins, skaði orðstír þess eða verði uppvísir að illri meðferð á dýrum. Reglur félagsins er hægt að nálgast hér.