Your browser version is outdated. We recommend that you update your browser to the latest version.

Sýningarreglur Hundaræktunarfélagsins Rex    

Breytingar á sýningarreglum. Verið er að samrýma reglur félagsins við reglur IKU.Breytingarnar taka gildi frá og með 1.júní 2015.                                         

1. Stjórn og skipulag.

 Stjórn félagsins sér um undirbúning sýningar ásamt sjálfboðaliðum.

 Hlutverk nefndarinnar er að framfylgja 
    sýningarreglum og leysa vandamál ef þau koma upp.


2. Sýningarreglur.

Eingöngu hundar með ættbók frá Hundaræktunarfélaginu Rex geta tekiðþátt í sýningum félagsins, að undanskildum heimilishundaflokki.

Eigendur heimilishunda þurfa ekki að vera félagsmenn.

Umskráður hundur tekur með sér þau meistarastig sem hann hefur hlotið í sínu gamla félagi.
Eftirþað eru meistarastig annarstaðar frá ekki tekin gild nema hundurinn sésýndur með ættbókarnúmerið sitt frá Hundaræktunarfélaginu Rex.

 

CK, meistaraefnis borðar, telja sem íslenskt meistarastig, CAC, þegar þriðja CK, meistaraefninu er náð. Semsagt við þriðja CK telst það sem eitt íslenskt meistarastig.

 

Heiðurborðar, telja sem stórmeistarastig sé þegar annað heiðursborðanum er náð.
Semsagt við annan heiðursborðan telst það sem eitt stórmeistarastig.

Hund er eingöngu hægt að sýna undir því nafni sem skráð er í ættbók og á þann eiganda sem skráður er í ættbók.

Sýnandi hunds verður að vera að lágmarki á 13. aldursári ( að undanskildum ungum sýnendum )

Óheimilt er að sýna hvolpa yngri en 12 vikna. Þeir verða að vera full sprautaðir, (miðað við 1.sprautu).

Óheimilt er að sýna hvolpafulla tík a.m.k. mánuði fyrir og tveimur mánuðum eftir got. 

~ Óheimilt er að vera með aðra hunda á sýningarsvæðinu, en þá hunda sem skáðir eru til sýningar. Undantekning er þó þeir sem búa í minnst 100km fjarlægð frá sýningarstað, leifi aðstæður ekki annað.

Hundur þarf að vera full bólusettur, og þarf að mæta með heilsufarsbók á skráningu sýningar.

Ef leiki vafi á hvort eitthvað ami að hundi t.d. sjúkdómar eða því líkt, er krafist þess að dýralæknir skoði hann.

Dómara eða sýningarstjórn er heimilt að vísa grimmum, eða á annan hátt hættulegum hundi, af sýningarstað.

Óheimilt er að klippa, eða snyrta hund á sýningarstað. Þó er heimiltað bursta yfir og lagfæra feldinn áður en hundurinn er sýndur.

Við skráningu eru stöðluð eyðublöð á heimasíðu félagsins eða skrifstofu. Það er á ábyrgð eiganda að upplýsingarnar séu réttar.

Skráning er ekki tekin gild nema greiðsla hafi borist fyrir seinasta skráningardag.

Sýnandi verður sjálfur að gæta þess að mæta tímalega í innritun.

Athygli er vakin á því að sýningartími getur fyrirvara lítið breyst.

Starfsfólk í dómhring svo sem dómarar, hringstjórar, ritarar og ljósmyndara er óheimilt að sýna hunda á sýningunni.

Það er stranglega bannað að reyna að hafa áhrif á hund með hjálp einhvers utan dómhrings.

Dómari fær ekki afhenta sýningarskrá fyrr en að sýningu lokinni.

Óheimilt er að sýna gelda hunda að undanskildum heimilishundaflokki og öldungaflokki tíka.

Óheimilt er að sýna hund sem ber augljós merki eftir skipulögð slagsmál (hundaat).

Vinsamlegasttilkynnið við skráningu hver sýnir hundinn ef einstaklingur er með tvohunda eða fleiri í ungliða, unghunda, opnum, meistara eða öldungaflokki.


3. Flokkar á sýningunni

Heimilishundar

Keppni heimilishunda er fyrir hunda sem eru geldir, ekki með ættbók eða blendingar.

Í keppni heimilishunda er áhersla lögð á tengsl sýnanda og hunds.

Skráning í keppni heimilishunda er á sér skráningarblaði sem fæst á skrifstofu félagsins eða á heimasíðu þess undir eyðublöð.

Skráning telst ekki gild nema greiðsla hafi borist fyrir seinasta skráningardag.


Ungir sýnendur

 Aldurslámark hunds er 9 mánaða

Keppni ungra sýnenda er skipt í tvo aldurshópa:
    Yngri flokkur: Börn 5 ára til 10 ára. (Aldursárið gildir)
    Eldri flokkur: Börn 11 ára til 15 ára. (Aldursárið gildir)

Sá hundur sem keppir í ungum sýnendum verður að hafa viðurkennda ættbók.

Hundur í ungum sýnendum þarf að vera minnst 3ja, mánaða (12 vikna). ( Full bólusettur)

Í keppni ungra sýnenda er áhersla lögð á tengsl sýnanda og hunds.Framkomu sýnanda við dómara, starfsfólk í dómhring og aðra sýnendur, oghvernig sýnandinn sýnir hundinn.

Skráning í keppni ungra sýnenda er á sér skráningarblaði sem fæst á skrifstofu félagsins eða á heimasíðu þess undir eyðublöð.

Skráning telst ekki gild nema greiðsla hafi borist fyrir seinasta skráningardag.

Sé einhvað óljóst varðandi þessar reglur skal umsvifalaust hafa samband við stjórnarmeðlimi.


Yngri hvolpaflokkur  ~ 12 vikna til 6 mánaða.

Hvolpar fá umsögn og er veitt einkunn:  Excellent, Very good, Godd, Satisfactory

Hvolpar sem fá Excellent eða Very good keppa um sætaröðun: 1. - 4. sæti

Besti rakka hvolpur og besti tíkar hvolpur geta fengið BC stig til yngri hvolpameistara.

Besti rakka hvolpur og besti tikar hvolpur keppa um titilinn ,,Besti yngri hvolpur tegundar".

Besti yngri hvolpur tegundar heldur áfram í úrslit sýningar og keppir þá um titilinn ,,Besti yngri hvolpur sýningar".


Eldir hvolpa flokkur ~ 6 til 9 mánaða.

Hvolpar fá umsögn og er veitt einkunn: Excellent, Very good, Godd, Satisfactory.

Hvolpar sem fá Excellent eða Very good keppa um sætaröðun 1.- 4. sæti

Besti rakka hvolpur og besti tíkar hvolpur geta fengið HC stig til eldri hvolpameistara.

Besti rakka hvolpur og besti tíkar hvolpur keppa um titilinn ,,Besti eldri hvolpur tegundar".

Besti eldri hvolpur tegundar heldur áfram í úrslit og keppir þá um titilinn ,, Besti eldri hvolpur sýningar".


Ungliða flokkur.

smá hundar 9 til 15 mánaða. Hundar undir 45cm samkvæmt staðli.

stórir hundar 9 til 18 mánaða. Hundar yfir 45 cm samkvæmt staðli.

Ungliðar fá umsögn og er veitt einkunn: Excellent, Very good, Godd, Satisfactory.

Ungliðar sem fá Excellent eða Very good keppa um sætaröðun 1. - 4. sæti.

Þeir hundar sem hljóta Excellent geta fengið CK. (meistaraefni)

Ungliða rakki og  Ungliða tík geta fengið CK (meistaraefni) en þrjú CK stig þarf til að fá eitt stig til íslensk meistara.

CK er veitt í öllum flokkum, ungliða-, unghunda-, opnum- og meistara flokki og nýtist því meistaraefnið frá 9 mánaða aldri.

Þeirhundar sem hafa UHC stig ( unghundastig) halda þeim stigum sem þeirhafa fengið á sýningum hjá Hundaræktunarfélaginu Rex en þau gilda sem CK.

Þeirrakkar/tíkur sem fá CK keppa við bestu rakka/ tíkur úr unghunda-,opnum-, meistara- og öldungaflokki um besta rakka/ tík tegundar.


Unghundaflokkur.

 smá hundar 12 til 24 mánaða. Hundar undir 45 cm samkvæmt staðli.

 stórir hundar 12 til 24 mánaða. Hundar yfir 45 cm samkvæmt staðli.


Unghundar fá umsögn og er veitt einkunn: Excellent, Very good, Godd, Satisfactory.

Unghundar sem fá Excellent eða Very good keppa um sætaröðun 1. - 4. sæti.

Þeir hundar sem hljóta Excellent geta fengið CK. (meistaraefni)

Unghunda rakki og unghunda tík geta fengið CK (meistaraefni) en þrjú CK stig þarf til að fá eitt stig til íslensk meistara.

CK er veitt í öllum flokkum, ungliða-, unghunda-, opnum- og meistara flokki og nýtist því meistaraefnið frá 9 mánaða aldri.

Þeirhundar sem hafa UHC stig ( unghundastig) halda þeim stigum sem þeirhafa fengið á sýningum hjá Hundaræktunarfélaginu Rex en þau gilda sem CK.

Þeirrakkar/tíkur sem fá CK keppa við bestu rakka/ tíkur úr ungliða-,opnum-, meistara- og öldungaflokki um besta rakka/ tík tegundar.


Opinn flokkur.

 Stórir hundar ( hundur yfir 45 cm yfir herðakamb ) 18 mánaða og eldri.

 Smá hundar ( hundar undir 45 cm yfir herðakamb ) 15 mánaða og eldri.

Hundar í opnum flokki fá umsökn og er veitt einkunn: Excellent, Very good, Godd, Satisfactory.

Hundar sem fá Excellent eða Very good keppa um sætaröðun 1.-4.sæti

Besti rakki og besta tík geta fegnið CACIB &  CAC ( Alþjóðlegt- og Íslenskt meistarastig)

 Hundur í 2.sæti gæti fengið CAC eða CK eftir hvað dómara finnst.

Dómarier látinn vita ef hundur í 1.sæti getur klárað meistaratitil. Það erþví val dómara hvort hann vilji gefa honum stigið sem upp á vantar.

Hundur í hvaða sæti sem er getur fegnið CK (meistaraefni)

Rakkar/ tíkur með meistarastig eða CK keppir við rakka/tíkur úr ungliða-, unghunda-, meistara- og öldungaflokki um titilinn ,,Besti hundur tegundar"

Besti hundur tegundar keppir um 1. sæti í sínum tegundarhóp.

Besti hundur tegundarhóps keppir um titilinn ,,Besti hundur sýningar"


Meistaraflokkur.

 Hundar sem hafa fengið Íslenskt eða annara þjóðar meistarar og alþjóðlegir meistarar.

 Hundur þarf að hafa 3 Íslenskt eða annarar þjóðar meistara stig eða þrjú alþjóðleg meistara stig.

Hundur sem þegar er orðinn meistari fær umsögn og Excellent.
Eins getur meistari fengið  CACIB CAC, heiðursborða eða stig til stórmeistara.

Einnig eru veitt CK fyrir hvaða sæti sem er í meistaraflokki.

Rakkar/ tíkur með meistarastig eða CK keppir við rakka/tíkur úr ungliða-, unghunda-, opinn- og öldungaflokki um titilinn besti hundur tegundar.

 Stórmeistari (GRCH)
Stórmeistaratitillinn er til kominn af erlendri fyrirmynd. ( Kennelklúbbnum á Kýpur)
Hundursem orðinn er annað hvort íslenkur eða alþjóðlegur meistari geturhlotið þennan titil en til þess þarf hann tvö stórmeistara stig átveimur sýningum frá sitthvorum dómaranum.

Meisturunum er svo raðað í sætaröð: 1.-4.sæti

Sé hundurinn í 1.sæti bæði íslenskur og alþjóðlegur meistari getur meistarastigið færst niður á hundinn í 2.sæti.


Öldunga flokkur.

 Hundur sem eru fyllra 8 ára á sýningardag.

Hundur í öldungaflokki fær umsögn og einkunn: Excellent, Very good, Good, Satisfactory

Hundar sem hljóta  Excellent eða Very good er raðað í sæti: 1.-4.sæti.

Hundur í fyrsta sæti getur hlotið CACIB, CAC eða stig til öldungameistara.

CK er veitt í hvaða sæti sem er ef dómari vill.

Besti öldunga rakki og besta öldunga tík keppa um titilinn ,,Besti öldungur tegundar"

Besti öldungur tegundar keppir um titilinn ,,Besti öldungur sýningar"

Rakkar/ tíkur með meistarastig eða CK keppir við rakka/tíkur úrungliða-, unghunda-, opnum-, og meistara flokki  um titilinn ,, Bestihundur tegundar 1" eða ,,Besti hundur tegundar 2" Eins og áður var.

Heimilt er að sýna geldar tíkur í öldungaflokki.

Vinni öldungur besti hundur tegundar heldur hann áfram keppni í sýnum tegundarhóp og til úrslita um besta öldung sýningar.
Vinni öldungur sinn tegundarhóp heldur hann áfram keppni um besta hund sýningar en ekki um öldung sýningar.


Got flokkur.

Got flokkur er fyrir foreldri með hvolpum á aldrinum 12 vikna til 9.mánaða. Athugið að verið er að tala um eitt got, gotsystkin

 Annað foreldri eða bæði ásamt hvolpum, minnst þremur hvolpum og verða vera ornir 12 vikna á sýningardag.

Veitt er umsögn og einkunn: Excellent, Very good, Good, Satisfactory

Got sem hafa hloti Excellent eða Very good keppa um ,,Besta got sýningar"


Ræktunar flokkur.

Þrír - fimm hundar úr sömu ræktun.

Þeir hundar sem eru sýndir í ræktunarhóp þurfa að hafa verið dæmdiráður á sýningu í ungliða- eða eldri flokkum og skulu þeir hafa hlotiðExcellent eða Very good. Hundurinn má vera sýndur í ungliðaflokki ogsíðan í ræktunarhóp á sömu sýningu.

Hundar sýndir í ræktunarhóp verða að vera sýndir fyrir dómi á sömu sýningu.

Veitt er umsögn og einkunn: Excellent, Very good, Good, Satisfactory
Ræktunarhópur sem hefur hlotið Excellent eða Very good keppir um ,,Besta ræktunarhóp sýningar"


Afkvæma flokkur

Þrír - fimm hundar undan sama ræktunar hundi/ tík.

Ræktunar hundur/ tík er þá sýndur/ sýnd með afkvæmum.

~Þeir hundar sem eru sýndir í afkvæmahóp þurfa að hafa verið dæmdiráður á sýningu í ungliða- eða eldri flokkum og skulu þeir hafa hlotiðExcellent eða Very good.. Hundurinn má vera sýndur í ungliðaflokki og síðan í afkvæmahóp á sömu sýningu.

Hundar sýndir í afkvæmahóp verða að vera sýndir fyrir dómi á sömu sýningu.

Veitt er umsögn og einkunn: Excellent, Very good, Good, Satisfactory
Afkvæmahópur sem hefur hlotið Excellent eða Very good keppir um ,,Besta afkvæmahóp sýningar"


Parakeppni.

Parakeppni er fyrir tík og rakkar af sömu tegund. Ekki er farið fram á að þeir séu í eigu sama aðla.
Hundarnir verða vera eldri en 9 mánaða.

Sá er skráður fyrir pari á sýningunni sem er eigandi ræktunarnafns.

Skulu tík og rakki hafa verið dæmd áður á sýningu og hafa hlotið Excellent eða Very good.
Hundur eða tík má vera sýnd í ungliðaflokki og í pari á sömu sýningu.

Tilgangur er að sýna fram á samleitni milli tík og rakka sem ræktunarpars.

Hundar sýndir í parakeppni verða að vera sýndir fyrir dómi á sömu sýningu.

Umsögn er veitt og einkunn:
Excellent, Very good, Good, Satisfactory

Par sem hlýtur Excellent eða Very good keppir um titilinn ,,Besta par sýningar"

Athugið að parakeppni er eingöngu fyrir ræktunarpar!


Hundar geta í öllum flokkum fengið Excellent en lokið keppni.

 Farandbikarar eru veittir í nokkrum flokkum. Þeir eru eign félagsins og eru bikarhafar beðnir um að skila þeim árituðum á skrifstofu félagsins mánuði fyrir næstu sýningu.
Sé það ekki gert er keyftur nýr bikar á kostnað bikarhafa.


Sýningreglur þessar eru í gildi frá og með 1. júní 2015

Heiðursverðlaun   

                                       
GRC Stórmeistarastig  


CACIB Alþjóðlegt meistarastig

                        
CAC Íslenskt meistarastig          

                     

AC SAC Öldunga meistarastig      

CK Meistaraefni                                      

HC Hvolpa-meistarstig   eldri (6-9 mán)                                 

BC Hvolpa-meistarstig   yngri (3-6 mán)                                   

Excellent                                                                rauður

Excellent-1 sæti                                                    2 rauðir

Excellent -2 sæti                                                   rauður & blár

Excellent -3 sæti                                                   rauður & gulur

Excellent - 4 sæti                                                  rauður & grænn

Very good                                                              blár

Good                                                                      gulur

Satisfactory                                                           Enginn borði