Your browser version is outdated. We recommend that you update your browser to the latest version.

ALMENNAR REGLUR UM HUNDARÆKT

Eftirfarandi reglur eiga að þjóna sem grundvöllur að betri hundarækt í einstökum atriðum.

Stefnt skal að því að gott foreldri ali enn betra afkvæmi. Til að ná því marki skal leggja ríka áherslu á úrval hæfra arfgerðarbera við undaneldi.

Hundarækt á ekki að stjórnast af gróðahyggju.
Höfuðreglan ætti að hljóða svo: Kynbætur en ekki kynfjölgun.
 

Stjórnin ásamt ræktunarráði ákveða breytingar á reglunum.

1 Öll aðildarfélög skulu hafa reglur þessar um hundarækt og skráningarákvörðun hjá
AVDH-UCI e. V. til viðmiðunar. Strangari en ekki rýmri reglur má setja um einstakar tegundir.

2 Til ræktunar eru aðeins veitt leyfi í tilviki hunda sem eru hreinræktaðir með fullkomna og skráða ættartölu og tilheyra viðurkenndu félagi eða regnhlífarsamtökum með ættbók.

 

Við hugsalega pörun er útkoma hvolpabókar skoðuð en þó með tiliti til fjórða liðs.

4 Hundaræktanda er óheimilt að rækta undan sömu tík innan tveggja samtaka

5 Skráður eigandi hunds verður að vera fullra 18 ára.

6 Allir hundar sem skráðir eru í félagið þurfa að vera varanlega auðkenndir/örmerktir af dýralækni

 

Umsókn um ræktunarnafn.

1 Umsókn um ræktunarnafn verður að senda til ræktunarráðs í síðasta lagi
áður en tíkin er frjóvguð.

2
Senda skal inn þrjú nöfn og undirstrika það æskilegasta með rauðu.


3 Umsækjandi verður að vera fullra átján ára.

4 Umsóknareyðublað fyrir ræktunarnafn er á síðu félagsins undir eyðublöð eða á skrifstofu.

 

5 Sá er skráður ræktandi sem er skráður eigandi tíkarinnar við pörun.

 

6 Við þriðja got hjá sama aðila er honum skylt að fá sér ræktunarnafn. Ræktunarnafnið flyst á fyrri got.

 

RÆKTUNARLEYFI OG HÆFNI

Sumar tegundir þurfa að gangast undir vissar heilbrigðisskoðanir fyrir pörun.
Nánar er hægt að skoða heilbrigðiskröfur hér.

1 Að jafnaði verður ræktunarráð að meta ræktunarhæfni.

2 Undanþágur eru aðeins veittar með samþykki ræktunarráðs

3 Senda skal inn ættartölu og mat á HD fyrir alla hunda yfir 45 cm. á hæð (axlar).

Viðurkenning á ræktunarhæfni fæst aðeins ef:

HD gráða 0 = HD eðlilegt = HD-frír = HD-A
HD gráða 1 = HD nær eðlilegt = HD-grunur = HD-B = umskipti/breytingar
HD gráða 2 = HD vægt = HD vægt = HD-C

Forðast skal HD-1 og HD-2. Sé hundur með HD-1 eða -2 notaður til undaneldis verður hinn hundurinn að vera alveg HD-frír = HD eðlilegt = HD-0.

Dýralæknir verður að framkvæma skoðunina sem Ættartöluskrá þarf síðan að staðfesta.
Eigandi hundsins skal greiða allan kostnað.
Eigandi verður þá að gæta þess og jafnvel sýna að nafn hundsins, tegund, skráningarnúmer,
og jafnvel húðflúr og örmerki, dagsetning röntgenmynda og nafn eiganda séu skráð.

4 Hundar sem fæddir eru eftir 01.06.1998 verða að vera í samræmi við lög um dýravernd.

5 Ekki má skerða eyru eða rófu afkvæmis.

6 Lágmarksaldur ræktunarhæfni:

Hjá tíkum sem ná 45 cm. axlarhæð = 18 mánaða

Hjá tíkum sem eru yfir 45 cm. í axlarhæð = 20 mánaða

Hjá karlhundum sem ná 45 cm axlarhæð = 15 mánaða
Hjá karlhundum sem eru yfir 45 cm axlarhæð = 18 mánaða

7 Aldrei má nýta fyrsta lóðarí og jafnvel þó tíkin hafi náð lágmarksaldri!

8 Hundurinn sem til álita kemur verður að samrýmast staðlinum,
vera hraustur á líkama og vel á sig kominn.

9 Uppfylli hundur allar kröfur er heimilt að nota hann til undaneldis.

10 Hnéskelja skoðun.
Einungis má para eftirfarandi saman.

frír á móti fríum
frír á móti 1. gráðu losi
frír á móti 2. gráðu losi
1.gráðu los á móti 1.gráðu losi

3. gráða og 4. gráða þíðir ræktunarbann

11 Hundur sem greinist með hjarta murr má ekki nota í ræktun.

12 Greinist hundur með PRA eða Cataract fer hann í ræktunarbann.

 

Hámarksaldur ræktunarhæfni

1 Aldurstakmark tíkur er við lok 8. árs. Þá er óheimilt að nota hana til undaneldis.
Ræktunarráð getur veitt sérstakt leyfi fyrir hágæðahunda sem eru eldri og leyfa undaneldi í eitt ár til viðbótar. Leyfið er einungis veitt liggi fyrir heilbrigðisvottorð frá dýralækni. 
Ræktunarráð getur óskað eftir að farið sé með tík til annars dýralæknis til að fá annað álit.

2 Ekki er kveðið á um hámarksaldur karlhunda en sé hann meira en níu ára gamall þarf að koma vottorð frá dýralækni um heilsufar hans. Ræktunarráð getur óskað eftir að farið sé með hundinn til annars dýralæknis til að fá annað álit.

3 Þarf vottorð dýralæknis sem staðfestir að karlhundur sé í líkamlega góðu ástandi eftir 9.ára aldur.


4 Eingöngu er leyfilegt að láta tík eiga 4 got. Ef heilbrigðisvottorð liggur fyrir má athuga með 5.got hjá ræktunarráði.

 

TÍÐNI UNDANELDIS

1 Æskilegt er að hvíla tík eftir got, í minnst eitt lóðarí.

Fjöldi hvolpa er ekki takmarkaður. Sé ekki farið eftir þessari reglu fylgir bann við undaneldi í eitt ár.

 

2 Leifilegt er að para tík tvisvar í röð ef heilbrigðisvottorð fæst hjá dýralækni um að tíkin sé við góða heilsu og geti sint hvolpum.
Sé það gert skal hvíla tíkina í minnst ár eftir seinna got.


2 Sækja þarf um sérleyfi hjá ræktunarráði.

Annars, t.a.m. ef mökun var ekki af ásetningi, fylgir bann við undaneldi í a.m.k. eitt ár frá dagsetningu síðasta gots.

3 Séu einhver atriði óskýr skal hundaræktandi undir eins hafa samband við ræktunarráð.

Skráning hvolpa í ættbók Hundaræktunarfélagsins Rex

1
 Við skráningu hvolpa í ættbók eru stöðluð eyðublöð á heimasíðu félagsins eða á skrifstofu.
Greiðsla þarf að fylgja ættbókarskráningu.

Ræktanda ber skylda til að ættbókarfæra alla hvolpa úr goti samtímis.

3 Eftir að hvolpur hefur fengið nafn skráð í ættbók er ekki hægt að breyta nafni hans né ættbókarnúmeri.


Ræktunarnafn þarf ekki að vera til staðar til að fá hvolpa skráða í ættbók hjá Hundaræktunarfélaginu Rex.

 5 Skylt er að örmerkja og heilsufarsskoða alla hvolpa áður en þeir eru afhentir og ættbókarfærðir.

Þeir félagsmenn sem eru í skuld við félagið geta ekki sótt um ættbækur hjá félaginu né sýnt á sýningum þess fyrr en skuldin er greidd.

BANN VIÐ UNDANELDI (karldýr / tíkur)

1 undaneldi er bannað ef um er að ræða:
a) eistnagallar
b) gallar sem útiloka undaneldi samkvæmt staðli
c) HD-mjaðmalos

d) Hnéskeljalos 3. eða 4. gráða
d) afkvæmi tíkur hafi galla eftir mökun við tvo mismunandi karlhunda og tvö got í röð
e) og öfugt varðandi karlhunda
f) karlhundar sem eru með ásetningi og í gróðaskyni notaðir til að frjóvga tíkur sem eru kynblendingar eða ekki hreinræktaðar.

2 tímabundið bann ef um er að ræða:
a) með tilkomu hörgulseinkenna vegna sjúkdóma, þungunar, spenagjafar
b) sé meðferð hunda í ósamræmi við tegundina eða reglur um dýravernd
c) vegna mikillar offitu þar sem von er um bata
d) líkamlegu atgervi er ábótavant en dýrið getur enn vaxið

3 ræktunarbann (hundaræktendur)
a) rangar og falskar upplýsingar á skírteinum um pörun og got sem og ófullnægjandi upplýsingar um fjölda hvolpa,
b) breytingar á röntgenmyndum, grunsamlegar söluaðferðir, meðferð ræktunarhunda er í ósamræmi við tegundina,
c) hvolpum er lógað án gildrar ástæðu, slíkum brotum fylgja viðvörun og jafnvel tímabundið/algert bann við hundarækt.

Sé einhvað óljóst varðandi þessar reglur skal umsvifalaust hafa samband við ræktunarráð

 

Til baka          Efst á síðu