Your browser version is outdated. We recommend that you update your browser to the latest version.

1. grein.

  Nafn félagsins er, Hundaræktunarfélagið Rex.

2. Grein.

  Heimili þess er að, Dugguvogi 6, 104 Reykjavík

3. Grein.

  Markmið félagsins er:

a) Að stuðla að hreinræktun hundakynja.

b) Beita sér fyrir góðri meðferð og aðbúnaði hunda.

c) Bæta samskipti hundaeigenda og yfirvalda.

4. Grein.

  Hundaræktunarfélagið Rex ætlar sér að ná fram markmiðum sínum með eftirfarandi   hætti.

a) Ættbókafæra hreinræktaða hunda í ættbók.

b) Halda ræktunarsýningar, standa fyrir námskeiðum fyrir hundaeigendur sem meðal annars fjalla um meðferð á hundum og aðbúnað þeirra.

c) Að vinna náið með yfirvöldum að bættri hundamenningu á Íslandi. 

5. Grein.

Allir geta orðið félagsmenn sem áhuga hafa á hundum og hundamenningu, svo framalega að þeir gerist ekki sekir um að brjóta lög félagsins, skaði orðstír þess eða verði uppvísir að illri meðferð á dýrum.

6. Grein. 

Stjórn skal skipuð 7 stjórnarmönnum, þ.e formanni, varaformanni, gjaldkera, ritara og þremur meðstjórnendum.
Séu atkvæði jöfn gildir atkvæði formans.

7. Grein. 

Boðað er til aðalfundar hér á heimasíðu félagsins og á facebook síðu félagsins með minnst fjórtán daga fyrirvara.

Sendur er út tölvupóstur á félagsmenn þegar nær dregur fundi.

Félagsmenn sem búa í minnst 100km fjarlægð frá Reykjavík geta sótt skype fund sé þess óskað ef aðsæður leifa ekki annað.

8. Grein.

 Starfstímabil er almanaksárið . Á aðalfundi félagsins skal stjórn gera upp árangur liðins árs. Aðeins félagsmenn sem hafa borgað félagsgjöldin mega sitja á aðalfundi.

9. Grein. 

Ber félagsmönnum að greiða árgjald, og er það innheimt ár hvert.

Árgjald kemur fram í netbönkum en ekki eru sendir út greiðsluseðlar til félagsmanna.

10. Grein.

 Rekstra afgangi/hagnaði félagsins skal varið í meðal annars: Ræktunarsýningar og fræðslu fyrir félagsmenn.

11. Grein.

Ákvörðun um slit félags skal tekinn á aðalfundi og skal þá boða til hans sérstaklega með tveggja mánaða fyrirvara og skulu 90% þeirra  félagsmanna sem sitja fundinn samþykkja slit félagsins. Skulu eignir og fjármunir félagsins renna til dýraverndunarsamtaka.

 

Lög þessi voru samþykkt á stofnfundi félagsins og öðlast gildi frá og með 06. mars 2005.