Your browser version is outdated. We recommend that you update your browser to the latest version.

 

 

Heilsufarskröfur fyrir undaneldis dýr

(Skila þarf undirrituðu vottorði frá dýralækni til ræktunarráðs, áður en parað er)

 

Mjaðma- og olnbogamynd

Eftir tveggja ára aldur getur eigandi sent myndirnar til OFA http://www.ofa.org/hdappbw.pdf  (eyðublað) og látið lesa úr þeim.  Niðurstöður mynda þurfa að liggja fyrir, fyrir pörun.  Miðað er við 18 mánaða aldur undaneldis dýra. Nánar um niðurstöðu mjaðmamynda og ræktunarhæfni má sjá undir ræktunarreglur.

 

Hnéskeljaskoðun

Vottorð gefið út við eins árs aldur, gildir ævilangt.  Ættbókarskráning fæst ekki á afkvæmi undan hundi með þriðja og fjórða gráðu los.  Hundur með tveggja gráðu los má einungis para við frían/normal hund.

 

Hjartaskoðun

Niðurstöður hjartarannsókna þurfa að liggja fyrir, fyrir pörun.  Undaneldisdýr þurfa að vera laus við Murr.  Hjartavottorð skulu ekki vera eldri en tveggja ára fram að sex ára aldri.

 

Augnskoðun

Eftirfarandi tekur gildi frá og með 1. Febrúar 2012.

Augnskoða þarf nokkrar tegundir fyrir PLL (Primary Lens Luxation) augnsjúkdómi. Mögulegar niðurstöður geta verið: 

      Frír

      Beri:  Bera má einungis para við frían hund.

      Sýktur:  Sýktan hund má ekki para og fæst ekki ættbókarskráning á hvolpa undan sýktum hundi.  Eigandi getur sjálfur sent prufurnar til OFA http://www.ofa.org  til að fá niðurstöður.

Augnvottorð skulu ekki vera eldri en tveggja ára fram að 6 ára aldri.

Dýralæknar sem augnskoða:

Dagmar Vala Hjörleifsdóttir

Helga Finnsdóttir

 

Listi yfir tegundir og hvaða vottorð þau þurfa að hafa fyrir pörun

 (Raðað eftir tegundahópum)

 

Tegundahópur 1

    Scheffer

Mjaðmamyndir, olnbogamyndir, hnéskeljar

    Shetland Sheepdog

Augnskoðun

  • ·         Hvolpar undan foreldrum sem báðir eru bláir(Blue merle) fást ekki ættbókarfærðir í Hundaræktunarfélaginu Rex. Hundur sem er annað hvort blár (Blue merle) eða gulur (Sable) fara sjálfkrafa í ræktunarbann.

    Rough Colly

Mjaðmamyndir, olnbogamyndir, hnéskeljar, augnskoðun

 

Tegundahópur 2

    Boxer

Mjaðmamyndir, olnbogamyndir, hnéskeljar, augnskoðun

 

    Dobermann

Mjaðmamyndir, olnbogamyndir, hnéskeljar, augnskoðun

 

    English Bulldog

Hjartaskoðun

 

    Miniature Pinscher

Hnéskeljar, augnskoðun

 

    Miniature Schnauzer

Augnskoðun

 

       Rottweiler

Mjaðmamyndir, olnbogamyndir, hnéskeljar, augnskoðun

 

Tegundahópur 3

 

    Rat Terrier

Mjaðmamyndir, olnbogamyndir, hnéskeljar, hjartaskoðun, PLL, augnskoðun

 

    Silky Terrier

Hnéskeljar

 

    West Highland White Terrier

Hnéskeljar

 

    Yorkshire Terrier

Hnéskeljar

 

Tegundahópur 4

    Langhundur

Hnéskeljaskoðun, augnskoðun

 

Tegundahópur 5

    Íslenskur fjárhundur

Mjaðmamyndir, olnbogamyndir, augnskoðun

 

    Pomeranian

Hnéskeljar, hjartaskoðun, augnskoðun

 

    Siberian Husky

Mjaðmamyndir, augnskoðun

 

Tegundahópur 8

    Amerískur Cocker Spaniel

Augnskoðun

 

    Golden Retriever

Mjaðmamyndir, olnbogamyndir, augnskoðun

 

    Labrador Retriever

Mjaðmamyndir, olnbogamyndir, augnskoðun

 

Tegundahópur 9

    Boston Terrier

Hnéskeljar

 

    Cavalier

Hnéskeljar, hjartaskoðun, augnskoðun

 

    Chihuahua

Hnéskeljar, hjartaskoðun, augnskoðun

 

    Chinese Crested

Hnéskeljar, PLL

 

    Coton De Tuléar

Hnéskeljar

 

    English Toy Spaniel

Hnéskeljar, hjartaskoðun, augnskoðun

 

    French Bulldog

Hjartaskoðun

 

    Japanese Chin

Hnéskeljar, hjartaskoðun

 

    Maltese

Hnéskeljar

 

    Papillon/Phalene

Hnéskeljar, hjartaskoðun

 

    Pekingese

Hnéskeljar, hjartaskoðun

 

    Pug

Hnéskeljar, hjartaskoðun

PDE- heilabólgur.  Mælum með lestri á þessari grein www.vgl.ucdavis.edu/services/PDE.php Einnig er mælt með DNA prófi.

       Tibet Spaniel

Hnéskeljar, augnskoðun